Gamla innskráningarleiðin verður fjarlægð
Ágætu CABAS notendur,
Frá og með uppfærslu þann 7. desember verður gamla innskráningarleiðin í CABAS og CAB Plan fjarlægð í því skyni að mæta kröfum um aukið öryggi upplýsinga. Þú verður að vera með notandanafn og aðgangsorð við höndina til að geta skráð þig inn.
Þetta er það sem þú þarft að gera fyrir 7. desember:
- Fáðu að vita notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Ef þú hefur aðgangsorðið ekki við höndina getur þú beðið um nýtt með því að smella á „Gleymt aðgangsorð” við innskráningu.
- Gakktu úr skugga um að þú sért að nota einhvern af eftirfarandi vöfrum sem studdir eru af CABAS/CAB Plan: Chrome, Edge, Internet Explorer 9 eða nýrri útgáfur.
- Prófaðu nýju innskráningarleiðina til að vera viss um að hún virki. Ef svo er ekki hafðu þá endilega samband við þjónustuna okkar.
Hér er slóð að leiðbeiningum um breytingu á lykilorði:
Hér er slóð að leiðbeiningum um nýja innskráningu:
Laugardaginn 7. desember kl 07:00 verður CSP (CABAS – CAB Plan) lokað vegna uppfærslu.
Kerfið verður aftur aðgengilegt um leið og uppfærslu er lokið en þó eigi síðar en kl 07:00 að morgni 9. desember.
Minnum ykkur á að hafa CABAS kerfið lokað á meðan uppfærsla er gerð.
Starfsfólk CABAS á Íslandi