Ágætu CABAS notendur,

Þar sem einhverjir CABAS notendur hafa verið að fá sendar áminningar vegna ógreiddra reikninga frá CAB viljum við af gefnu tilefni benda á að slíkir reikningar birtast ekki í heimabanka.

Það er hinsvegar hægt að greiða reikningana í heimabanka en þá þarf að stofna CAB sem viðtakanda í erlendum greiðslum í heimabanka og styðjast þar við IBAN og SWIFT nr (SEK / EURO) sem eru á reikningunum frá CAB.

Þar sem í LÍ er hægt að greiða erlenda reikninga í ISK er það gert þannig, en hjá ÍSB og Arion banka þarf að greiða í erlendri mynt, þarf að reikna ISK upphæðina yfir í SEK eða Euro og greiða þannig til CAB?

Athugið að bankinn gæti þurft að opna á erl greiðslur úr heimabankanum, þá þarf að hafa samband við bankann sem opnar gáttina.

Ef eitthvað er óljóst varðandi reikningana eða áminningar frá CAB, hafið þá endilega samband við okkur, en við munum einnig hafa samband við notendur eftir atvikum á næstunni.

Minnum ykkur á tölupóstana okkar: cabas@cabas.is / support@cabas.is