Ágætu CABAS notendur.
CAB Group AB, sem býður CABAS og CAB Plan til tjónaviðgerðarverkstæða, mun í gegnum stuðningsaðgerðir aðstoða viðskiptavini sína að takast á við sumar áskoranirnar sem orsakast af Covid-19 faraldrinum. Þessar ráðstafanir eru til dæmis að lengja greiðslutímabil og ókeypis þjálfun í gerð útreikninga á netinu. “Á þessum óvissutímum verðum við að hjálpa hvert öðru og við heyrum frá viðskiptavinum okkar að vinna sé minnkandi og fjarvistir vegna veikinda séu farnar að aukast. Við höfum því farið í gegnum hvernig við gætum brugðist við og sjáum að við getum aðstoðað bæði með því að styrkja sjóðsstreymi og þannig að viðhalda áframhaldandi viðskiptum. “, segir Peter Afzelius, forstjóri, CAB Group AB.
Stuðningurinn frá CAB samanstendur af eftirfarandi aðgerðum:
Greiðsluskilmálar vegna reikninga á seinni helmingi þessa árs verða lengdir um 90 daga, úr 30 í 120 daga.
Samhliða þessu verður leyfiskostnaði seinni helmings, skipt, og hægt að greiða í þremur hlutum í haust, í stað þess að greiða allt í einu lagi í ágúst.
Ókeypis námskeið á netinu í CABAS “grunnþjálfun” til að aðstoða “staðgengil” starfsfólks sem gert hafa tjónamöt ef um mögulegar fjarvistir vegna veikinda er að ræða.
Við vonum að þessar ráðstafanir okkar geti auðveldað stöðuna hjá tjónaviðgerðarverkstæðum á þessum erfiðu tímum segir Peter Afzelius.
Fyrirhuguð fjarnámkeið “staðgengla” verða auglýst á næstunni.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðin, þá sendið okkur tölvupóst til: support@cabas.is
Ef erindið varðar frestun á greiðslum, þá sendið okkur tölvupóst til: reikningar@cabas.is
Starfsfólk CABAS á Íslandi