Í kvöld þann 24. apríl frá kl 19:00 mun CSP (CABAS / CAB Plan) verða lokað og ekki aðgengilegt fyrr en að lokinni uppfærslu (lagfæring). Í síðasta lagi kl 06:00 að morgni 25. apríl verður kerfið aftur aðgengilegt.

Minnum notendur á að hafa CABAS kerfið lokað meðan lagfæring fer fram. 

Af gefnu tilefni viljum við minna CABAS notendur sem hafa verið að fá sendar áminningar vegna ógreiddra reikninga frá CAB á að slíkir reikningar birtast ekki í heimabanka.

Ef eitthvað er óljóst varðandi reikningana eða áminningar frá CAB, hafið þá endilega samband við okkur, en við munum einnig hafa samband við notendur eftir atvikum á næstunni.

ATH að settar hafa verið inn leiðbeiningar vegna stofnunar og flutnings á CABAS skýrslum í leiðbeiningadálk á vefnum okkar sem má sjá hér: www.cabas.is.

Minnum ykkur á tölupóstana okkar: cabas@cabas.is / support@cabas.is