CVDA námskeið í undirbúningi

Ágætu CABAS notendur,

Eins og fram hefur komið er nú unnið að undirbúningi nýrra námskeiða í gerð CABAS tjónamata en það eru svonefnd CVDA námskeið (vottaður tjónamatsaðili). Námskeiðin verða í samvinnu við fræðslusetur CAB og er nú verið að vinna í þýðingu gagna og afla efnis vegna námskeiðanna.

Í samstarfi við TM höfum við fengið hentugan bíl til nota sem sjá má hér á mynd þar sem Finnur og Tuukka eru með gamalt CABAS verkstæðis merki sem okkur áskotnaðist einnig. Frekari upplýsingar um námskeiðið verða sendar síðar.

Næsta grunnnámskeið í CABAS hefst þann 19. ágúst næstkomandi og bendum við aðilum að skrá sig á heimasíðu cabas.is.

Ferð til Svíþjóðar í haust?

Stefnt er á að fara í kynningar og fræðsluferð til CAB í Svíþjóð ef næg þáttaka fæst í viku 39 þar sem skoðuð verður greining ökutækja í CABAS ásamt nýrri fræðsluaðstöðu. Í undirbúningi er einnig að heimsækja verkstæði, ökusvæði þar sem hægt yrði að prófa ökutæki sem hafa ekki verið kvörðuð og stillt eftir viðgerðir (myndavélar og akgreinavarar) eins er verið að kanna aðra viðburði á þessum tíma sem tengjast bílgreininni og áhugavert væri að skoða.

Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í slíkri ferð eru beðnir að senda okkur tölvupóst á support@cabas.is fyrir lok þessa mánaðar.

Sumarkveðjur,

Starfsfólk CABAS á Íslandi