Fræðsla

Námskeið og fræðsla

CoT ehf. hefur umsjón með fræðslu varðandi CABAS tjónamatskerfið

CABAS Námskeið

Grunnnámskeið í CABAS eru haldin eftir þörf hverju sinni og er áhugasömum bent á að skrá sig með því að hringja eða senda okkur tölvupóst.
Sérstök upprifjunarnámskeið í tengslum við endurnýjun samninga um CABAS notkun og heimsóknir til verkstæða eru haldin reglulega. Hvert námskeið er kynnt í heimsóknum og síðan auglýst sérstaklega.

Kröfur sem gerðar eru til þess að fá aðgang að CABAS kerfinu

  1. Varðandi útgáfu á leyfi (samningi) til að nota CABAS kerfið, þá þurfa ákveðin atriði að liggja fyrir til að hægt sé að afgreiða málið.
  2. Gilt starfsleyfi vegna viðkomandi starfsemi innan bílgreinarinnar (bílamálun-réttingaverkstæði eða bifreiðaverkstæði).
  3. Að á viðkomandi verkstæði sé starfandi aðili sem lokið hefur CABAS grunnnámskeiði.

Næstu grunnnámskeið í Cabas:

  • 3. – 5. nóvember

Námskeiðin hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 16:00
Hér má bóka sig á námskeiðin.

Næstu námskeið í Cabas Heavy verða 10. – 11. nóvember.
Hér má bóka sig á Cabas Heavy námskeiðin.

CVDA vottaður tjónaskoðunaraðili
Tveggja daga námskeið vottun fyrir skoðunarmenn tjóna. Matur er innifalinn í námskeiðisgjaldi.
Dagsetningar næstu námskeiða: 17. – 18. nóvember.
Hér má bóka sig á CVDA námskeiðin.

Verðskrá

  • Grunnnámskeið með aðstoð og uppsetningu CABAS kr. 98.000

  • Grunnnámskeið hjá nýjum notanda á starfandi CABAS verkstæði kr. 54.000

  • Einnig eru í boði sérstök námskeið/kynningar/upprifjun fyrir CABAS notendur og starfsfólk viðgerðaraðila.

Skráning