Ágætu CABAS notendur.

Af gefnu tilefni viljum við minna CABAS notendur á bilun sem er í glertjónum og lýsir sér þannig að þegar “hak” er tekið úr glerflipa til að fá fram startgjald og skýrsla send eða er lokað þá er “hakið” til staðar í skýrslunni þegar hún er opnuð næst og því án startgjalds.

Frekari lýsing bilunar er í skilaboðaflipa CABAS.

Unnið er að lagfæringu sem verður í september uppfærslu CABAS.

Á meðan þurfa CABAS notendur sérstaklega að gæta þess að skýrslan sér rétt áður en reikningur er gerður.

Beðist er afsökunar á þeim óþægindum sem þessi bilun kann að valda CABAS notendum.

Starfsfólk CABAS á Íslandi.