Kerfin

Tjónamat ökutækja

Hvernig getur CABAS hjálpað þér?

Við bjóðum kerfi og þjónustu sem auðveldar bílaframleiðendum, bifreiðaverkstæðum og tryggingafélögum að gera áreiðanlega og nákvæma útreikninga á viðgerðum.

Verkstæði

Hvað tekur langan tíma að gera við bíl?

Við því eru jafnmörg svör og til eru bílar og bifreiðatjón. Breyturnar eru nánast óteljandi. Það fer að sjálfsögðu eftir því hvaða bíl um ræðir og hvaða varahluti þarf, en einnig hvaða tækni og hvaða efni og aðferðir eru til staðar. En með reiknikerfi CABAS er einfalt og fljótlegt að reikna út viðgerðatímann, sama hver bíllinn og tjónið er.

Tryggingafélög

CAB fylgir viðkomandi tryggingafélagi í gegnum allt tjónaferli ökutækja. Þegar notast er við CAB kerfið og þjónustu fyrirtækisins eykst skýrleikinn fyrir alla aðila málsins. Gert er við ökutækin á réttan hátt, samkomulag ríkir um kostnaðinn og viðgerðartíminn verður eins stuttur og mögulegt er.