Ágætu CABAS notendur.

Nú er verið að senda reikninga vegna notkunar síðustu mánaða 2019 og fyrir fyrri hluta árgjalds 2020.

Við stofnun á reikningslínu vegna árgjaldsins misritaðist tímasetningin þannig að einhverjir notendur eru að fá reikninga með heildarlengd ársins en upphæðin miðar við hálft árgjald, gert er ráð fyrir að síðari hluti árgjalds verði innheimtur í byrjun júlí mánaðar líkt og 2019.

Við biðjumst velvirðingar ef þessi innsláttar villa orsakar einhver vandræði hjá notendum okkar.

Sjá hér slóð að verðskrá CABAS 2020: Verðskrá 2020

Við bendum notendum á nýja línu í verðskránni er varðar breytta virkni CABAS eftir næstu uppfærslu, þá verður hægt að nota VIN númer VOLVO bifreiða til að sækja rétta varahlutalisti í viðkomandi gerð.

Minnum ykkur á væntanlega uppfærslu næstkomandi laugardag 8. febrúar.

Starfsfólk CABAS á Íslandi