Ágætu CABAS notendur,
Undanfarið hefur verið unnið að samþættingu vegna skráninga á CABAS og CVDA námskeið fyrir bílgreinaaðila sem eiga rétt á niðurgreiðslu námskeiðskostnaðar og ferðastyrkjum IÐUNNAR.
Nú er hægt að skrá sig á námskeiðin á vefnum okkar www.cabas.is eða á vefnum www.idan.is og gildir það einu á hvorum vefnum það er gert ef aðilar eiga rétt á niðurgreiðslu eða ferðastyrk.
Vonum að þessi breyting mælist vel fyrir og hvetjum við aðila til að skrá sig á námskeiðin.
Starfsfólk CABAS á Íslandi